Færsluflokkur: Íþróttir

Bitvargur!

Nýlega fór leikur fram í 3 deild karla í fótbolta.  Þar mættust Kári frá Akranesi og Kormákur/Hvöt úr Húnaþingi.  Á 22 annarri mínútu leiksins féllu tveir leikmenn innan vítateigs Kára.  Annar úr liði Kára og hinn úr Kormáki/Hvöt en þá gerðist hið óvænta!  Það sem gerðist að bitvargur varð laus og beit einn leikmann Kára sem þurfti svo að fá stífkrampasprautu miðað við fréttir.  Bitvargurinn reyndist vera þegar upp var staðið leikmaður úr liði Kormáks/Hvatar.  Svona háttsemi er ólíðandi og á að taka fast á þegar upp kemst.  Spurning mín er sú hvort ekki þurfi að hafa meindýraeyði á staðnum til að taka á bitvargi um leið og hann birtist í hvaða leik sem er?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband